Fréttir

Markaðurinn í jafnvægi eftir verðhækkanir í fyrra

Grein af Sóknarfæri 9.3.2018

Verðhækkun höfuðborgarsvæðisins að skila sér norður

„Sagan segir okkur að ef verðhækkun verður á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu þá skilar hún sér síðar á markaðinn hér fyrir norðan. Þetta hefur verið að gerast á síðustu tveimur árum. Horft til lengri tíma mælist fasteignaverð á Akureyri alla jafna um 75% af verðinu á höfuðborgarsvæðinu og í árslok 2017 mælumst við í 73% þannig að þarna er að finna hluta af skýringunni á þróuninni hér á Akureyri að undanförnu. Við getum sagt að forsendur til hækkunar fasteignaverðs hafi verið til staðar um nokkurt skeið og þær skilað sér að fullu á síðari hluta ársins 2016 og á árinu 2017,“ segir Björn en bætir við að fyrstu tveir mánuðir yfirstandandi árs hafi verið mjög líflegir í fasteignaviðskiptum á Akureyri.

„Í sjálfu sér er ástandið á fasteignamarkaðnum orðið talsvert heilbrigðara en það var í fyrra þegar nánast var slegist um eignir og samningar yfir ásettu verði voru algengir. Það er ekki merki um að markaður sé í jafnvægi þegar eignir fara út á nokkrum dögum, þá er markaðurinn yfirspenntur. Í þessu eins og öðru ýtir skortur undir verðhækkanir.“

Mikið byggt en einbýlishúsin vantar á sölur

„Það er erfitt að meta hvort hækkanir hafi haldið áfram af fullum þunga áfram í ár og tilfinning mín er frekar sú að þær hækkanir sem komnar voru fram hafi haldist. En staðreyndin er líka sú að við erum ennþá með hluta af fasteignamarkaðnum í skortstöðu þar sem ákveðnar gerðir eigna vantar inn. Þar er fyrst og fremst um að ræða notuð rað- og einbýlishús. Það er heldur ekki mikið framboð af notuðum blokkaríbúðum en talvert framboð af nýjum íbúðum. Einbýlishús á verðbilinu 40-60 milljaðnum í skortstöðu þar sem ónir króna seljast hratt,“ segir Björn. Mikið er að gera í nýbyggingum íbúða á Akureyri um þessar mundir og segir Björn að viðbúið sé að framboð nýrra íbúða aukist eftir því sem á árið líður. Engin ástæða sé þó til að hafa áhyggjur af því að þær seljist ekki en sala geti þó tekið lengri tíma en verið hefur.

 „Í allt er verið að byggja hátt í 200 íbúðir í bænum um þessar mundir og verktakar með talsverð áform næstu árin, sérstaklega í nýja Hagahverfinu. Mín skoðun er sú að ef tekst að selja nýbyggingarverkefni á meðan verið er að byggja þá sé markaðurinn í mjög góðu lagi og þannig hefur þetta verið hvað varðar þsu nýju fjölbýlishús sem við sjáum um sölu á, bæði í miðbænum, í nýja Hagahverfinu og víðar. Stærstu kaupendahópar þessara íbúða eru annars vegar fólk sem er að minnka við sig og hins vegar fólk sem er að kaupa sína fyrstu eign,“ segir Björn og svarar því aðspurður að skipta megi yngsta hópnum á húsnæðismarkaðnum í tvennt. Annar hópurinn sé virkur í kaupum og í mörgum tilfellum brúi foreldrar það bil sem uppá vanti. Hinn hluti hópsins sjáist lítið á fasteignasölum þar sem það fólk sé í mun þrengri fjárhagsstöðu og sé á vissan hátt fast á leigumarkaðnum. „Ungt fólk sem er í tryggri vinnu og er ekki með skammtímaskuldir á bakinu fær fyrirgreiðslu til að kaupa hóflegar íbúðir og ræður við það. Og sem dæmi þá getur fólk fundið hér á markaðnum þriggja herbergja blokkaríbúð fyrir innan við 25 milljónir. En það er hinn hópurinn sem á mun erfiðara með að leysa sín mál en það er ekki vegna íbúð- arverðsins heldur eru aðrir þættir sem spila stórt hlutverk. En vissulega er það átak fyrir ungt fólk að kaupa sína fyrstu íbúð og þannig hefur það líka alltaf verið.“

 

Smelltu hér til þess að sjá greinina í heild

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600