Fréttir

Bjóða 85% fasteignalán fyrir háskólamenntaða

Frétt af kjarninn.is 1.mars 2018

Sjóðs­fé­lögum í Lífs­verki mun frá og með deg­inum í dag gef­ast færi á 85 pró­sent fast­eigna­lán­um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Lífs­verki.

Stjórn Lífs­verks hefur sam­þykkt nýjar lána­reglur fyrir sjóð­inn sem taka gildi í dag, 1. mars. Nú gefst sjóðs­fé­lög­um, sem eru að kaupa sína fyrstu eign, kostur á láni upp að 85 pró­senta veð­hlut­falli af sölu­virði sam­kvæmt kaup­samn­ingi. Þetta er breyt­ing frá því sem áður var en hámarks­veð­hlut­fall var 75 pró­sent af sölu­virði. Með þess­ari breyt­ingu vill stjórn sjóðs­ins koma sér­stak­lega til móts við þá sjóð­fé­laga sem eru að kaupa sína fyrstu fast­eign.

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni verður hámark við­bót­ar­láns vegna fyrstu kaupa 5 millj­ónir króna, miðað við 75 til 85 pró­senta veð­hlut­fall. Vextir við­bót­ar­lána bera 0,6 pró­senta álag á vexti grunn­lána hjá sjóðn­um, sem eru nú 3,50 pró­sent á verð­tryggðum lánum og 5,70 pró­sent á óverð­tryggðum lán­um. Hægt er að taka grunn­lán hjá sjóðnum fyrir allt að 45 millj­ónir króna.

Smelltu hér til þess að sjá greinina í heild

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600