Fréttir

Hjónum verði heimilt að eiga sitthvort lögheimilið

Grein af skessuhorn.is 19.2.2018

Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sveitarstjórnarmála ætlar í næsta mánuði að leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um lögheimili og aðsetur. Þar verður gert ráð fyrir að hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið og einnig að Þjóðskrá Íslands skuli senda tilkynningu til þinglýsts eiganda fasteignar um þá sem skrá lögheimili sitt í fasteign í hans eigu. „Síðastliðna áratugi hefur verið nægjanlegt að tilkynna nýtt lögheimili án þess að eigandi sé endilega upplýstur um að nýr aðili hafi bæst við á heimilið. Einnig er orðið algengara að hjón þurfi vinnu sinna vegna að vera í fjarbúð og eiga fleiri en eitt heimili af þeim sökum,“ skrifar ráðherra í færslu á Facebook síðu sinni.

Smelltu hér til þess að sjá greinina í heild

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600