Fréttir

Skoða dóma vegna myglu í fast­eign­um

Grein af mbl.is 8.2.2018

„Eft­ir­sókn­in eft­ir þessu nám­skeiði sýn­ir að það er mik­ill áhugi fyr­ir þessu. Þessi mál eru í umræðunni og menn eru mikið að spá í þau,“ seg­ir Hild­ur Ýr Viðars­dótt­ir hæsta­rétt­ar­lögmaður sem kenn­ir nám­skeið um myglu í fast­eign­um hjá Lög­manna­fé­lagi Íslands.

Fé­lagið held­ur tvö nám­skeið um myglu í fast­eign­um. Hið fyrra hefst klukk­an 16 í dag og hið síðara verður 1. mars en því nám­skeiði var bætt við vegna mik­ill­ar eft­ir­spurn­ar. 

Hild­ur Ýr hef­ur einnig verið feng­in til að kenna sams­kon­ar nám­skeið hjá Fé­lagi fast­eigna­sala. Það verður haldið í apríl.

Félag fasteignasala vill læra af þeim dómum sem hafa fallið ...
Fé­lag fast­eigna­sala vill læra af þeim dóm­um sem hafa fallið í tengsl­um við myglu.mbl.is/Þ​or­steinn Ásgríms­son

Fjölg­un dóms­mála

Fram kem­ur á vefsíðu fé­lags­ins að dóms­mál­um vegna myglu í fast­eign­um hafi fjölgað síðustu miss­eri.

Á nám­skeiðunum verður farið yfir ný­lega dóma vegna myglu í fast­eign­um og álita­efni þeirra kruf­in.

Þar verður velt upp hvað þarf að hafa í huga við rekst­ur slíkra mála, meðal ann­ars um þær sönn­un­ar­kröf­ur sem dóm­stól­ar hafa gert, hvernig mats­spurn­ing­ar til dóm­kvaddra mats­manna gætu litið út og hvað þarf að passa í stefnu­gerð þegar slík mál eru sótt, að því er kem­ur fram á vefsíðunni.

Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala.
Grét­ar Jónas­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags fast­eigna­sala.

Vilja læra af dóm­um 

Grét­ar Jónas­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags fast­eigna­sala, seg­ir fé­lagið einu sinni áður hafa haldið nám­skeið um myglu.

„Það er mjög mik­il­vægt fyr­ir fast­eigna­sala að læra hvar helstu varúðarmerk­inu eru hvað varðar myglu og annað. Við vilj­um gjarn­an reyna að læra af þeim dóm­um sem hafa fallið á und­an­fön­um miss­er­um. Þetta er ákaf­lega mik­il­vægt efni sem fast­eigna­sal­ar þekkja vel. Svona mál eru því miður alltaf að koma upp öðru hvoru hjá okk­ur,“ seg­ir Grét­ar.


Smelltu hér til þess að lesa greinina í heild

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600