Fréttir

Kaup­samn­ingi rift vegna skorts á upp­lýs­ing­um

Grein af mbl.is 18..2018

Héraðsdóm­ur Reykja­ness dæmdi í gær selj­anda fast­eign­ar á Vatns­enda­bletti í Kópa­vogi til þess að end­ur­greiða kaup­and­an­um það sem hann hafði greitt fyr­ir fast­eign­ina og heim­ilt væri að rifta kaup­samn­ing­um þar sem ekki var upp­lýst um að lóðin væri leigu­lóð og samn­ing­ur­inn upp­segj­an­leg­ur með árs fyr­ir­vara. 

Féllst dóm­ari á það með kaup­anda að um veru­leg­an galla á fast­eign væri að ræða en hvorki selj­andi né starfs­menn fast­eigna­söl­unn­ar vöktu at­hygli kaup­anda á því að um eign­ina giltu ákvæði lóðarleigu­samn­ings um að hann væri af hálfu land­eig­anda upp­segj­an­leg­ur með eins árs fyr­ir­vara og að hann liði und­ir lok inn­an fárra ára. Þá vakti selj­andi ekki at­hygli kaup­anda á því að ekk­ert ákvæði væri í samn­ingn­um um að hann fram­leigðist áfram ef selj­andi kysi svo, held­ur væri það und­ir af­nota­rétt­hafa lands­ins komið.

Um er að ræða lóð á landi í Vatns­enda og var lóðarleigu­samn­ing­ur­inn gerður við þáver­andi land­eig­anda, Magnús Hjaltested, árið 1995 en þar kem­ur fram að lóðin sé leigð til 30 ára. 

 

Dóm­ur­inn í heild

Smelltu hér til þess að lesa greinina í heild

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600