Fréttir

Færri kaupsamningar en mun meiri velta í ár

Grein úr Morgunblaðinu 30.12.2017

Heildarvelta fasteignaviðskipta jókst um rúmlega 9% á árinu 2017 en kaupsamningum fækkaði um rúmlega 3%. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands.

Rúmlega 12 þúsund kaupsamningum var lýst árið 2017 á landinu öllu og námu heildarviðskipti með fasteignir tæplega 504 milljörðum króna. Meðalfjárhæð á hvern samning var um 42 milljónir króna. 

Þetta eru færri kaupsamningar en árið á undan þegar þeir voru 12.411 en meðalfjárhæð var þá um 37 milljónir króna og veltan rúmlega 460 milljarðar króna.

Heildarvelta á höfuðborgarsvæðinu jókst um tæplega 6% milli ára og nam 370 milljörðum króna. Meðalfjárhæð kaupsamnings var um 50 milljónir króna en kaupsamingum fækkaði um tæplega 7%.

Smelltu hér til þess að lesa greinina í heild

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600