Fréttir

Hægir á eftir miklar hækkanir

Grein úr Viðskiptablaðinu 05.10.2017

Hægt hefur á verðhækkunum íbúða á höfuðborgarsvæðinu í fjölbýli. Lækkun er hins vegar sögð ólíkleg. Tæplega tvöfalt fasteignir voru á sölu í september en í janúar. Vefsíður spretta upp til að aðstoða fólk við að finna bestu lánskjörin og meðallán Landsbankans til íbúðakaupa hafa hækkað um þrjár milljónir í ár. Bankinn lánar einstaklingum meira til nýbygginga en áður. Ný byggingargátt Mannvirkjastofnunar á að auðvelda eftirlit með byggingaframkvæmdum.

 

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1% í ágúst. Sérbýli hækkaði um 2,4% og fjölbýli um 0,5%. Því er ljóst að dregið hefur verulega úr hækkunum á fjölbýli, sem síðasta vetur hækkaði um á bilinu 1,5% til 2,6% milli mánaða. Litlar líkur eru þó taldar á lækkun íbúðaverðs á næstunni segir Konráð Guðjónsson, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka. „Ef maður horfir á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu í heild þá sér maður ekki lækkanir í kortunum,“ segir Konráð. „Það sem gæti helst valdið lækkun á næstu árum væri ef það hægir meira á í hagkerfinu en við og aðrir höfum spáð, mögulega vegna hægari fjölgunar ferðamanna eða jafnvel fækkunar, sem dregur úr innflutningi á vinnuafli til landsins og losar um Airbnb-íbúðir. Hitt sem gæti haft áhrif er hversu hratt framboð á nýjum íbúðum muni aukast. Það er mikið í pípunum og íbúðafjárfesting er að vaxa hratt og mun halda áfram að vaxa hratt. En lækkun er samt sem áður ólíkleg,“ segir Konráð. Ef maður horfir á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu í heild þá sér maður ekki lækkanir í kortunum.

Smelltu hér til þess að lesa greinina í heild

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600