Fréttir

Stórtækur vogunarsjóður horfir til Íslands

Stjórn­ar­formaður breska vog­un­ar­sjóðsins Land­sow­ne Partners seg­ist ætla að fjár­festa í eign­um á Íslandi vegna þess hversu opið landið er fyr­ir há­tækniþróun í Evr­ópu og vegna mik­ill­ar upp­sveiflu í ferðaþjón­ustu. 

Þetta hef­ur frétta­vef­ur Reu­ters eft­ir Stu­art Rod­en stjórn­ar­for­manni en að hans sögn ætl­ar hann að bíða þangað til Ísland verði al­gjör­lega opið fyr­ir er­lend­um fjár­fest­ing­um. Rod­en sagðist einnig vera hrif­inn af flug­fé­lag­inu Luft­hansa sem fjár­fest­ing­ar­kosti vegna greiðslu­stöðvun­ar Air Berl­in. Þá mælti hann með fast­eigna­mörkuðum í Berlín og Dyfl­inni.  

Í byrj­un sept­em­ber greindi Fin­ancial News í London frá því að Lans­dow­ne ætlaði að veðja á Ísland og Írland. „Það eru ótrú­leg tæki­færi á Íslandi og Írlandi sem erfitt er að finna ann­ars staðar í heim­in­um,“ var haft eft­ir Dav­id Craig­en, sjóðstjóra hjá Lans­dow­ne. 

„Hag­kerfi beggja landa hafa farið gegn­um upp­sveifl­ur og niður­sveifl­ur. Nú eru þau í vexti með góða lýðfræði og und­ir­liggj­andi verðmæta­sköp­un.“

 

Lans­dow­ne var stofnaður árið 1998 og er með 19 millj­arða punda í stýr­ingu sem jafn­gilda um 2.680 millj­örðum ís­lenskra króna. 

 

Smelltu hér til þess að lesa greinina í heild

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600