Fréttir

Íbúðaverð 19 prósentum hærra en í júlí

Grein af ruv.is 23.08.2017

Húsnæðisverð hefur hækkað umtalsvert á árinu, að því er kemur fram í Peningamálum Seðlabankans. Mest var hækkunin í maí. Verð á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 19% milli ára í júlí og leiguverð um 12%. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á blaðamannafundi í morgun að vísbendingar væru um að nú væri að hægja töluvert á hækkun húsnæðisverðs.

 Að jafnaði tekur 2,8 mánuði að selja íbúðir og hefur sölutími lengst frá því í mars. Kaupsamningum fækkaði um 10,3 % á fyrstu sjö mánuðum ársins frá sama tíma í fyrra. Þá hefur undandarna mánuði fjölgað íbúðum sem eru auglýstar til sölu, að því er kemur fram í Peningamálum Seðlabankans.

Smelltu hér til þess að lesa greinina í heild

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600