Fréttir

Fermetraverð hærra en 600 þúsund krónur

Grein úr Viðstkiptablaðinu 10.08.2017

Fyrstu íbúðirnar í nýrri Hlíðarendabyggð munu fara í sölu í september. Um er að ræða 40 íbúðir í byggingu sem verður með heimilisfangið Hlíðarendi 4, en hún er á svokölluðum B reit framkvæmdasvæðisins.

Brynjar Harðarson, formaður Valsmanna ehf., sem standa að framkvæmdinni segir Hlíðarendabyggð vera eitt stærsta íbúðabyggingarverkefni í gangi á Íslandi og að heildarbyggingarmagnið verðu um 100 þúsund fermetrar þegar upp verði staðið. 

,,Þetta eru allt tveggja til þriggja herbergja íbúðir fyrir fyrstu kaupendur. Þær eru 58 og 85 fermetrar að stærð, " segir Brynjar um nýju bygginguna sem þó er bara rétt byrjunin. ,,Eins og staðan er núna eru áætlaðar 780 íbúðir á svæðinu, með tilkomu skipulagsbreytinga sem komu í vor. Þær gefa færi á að auka fjölda íbúða um 20% á þéttingarsvæðum í Reykjavíkurborg."

Brynjar segir nauðstynlegt að byggja litlar íbúðir til að leysa íbúðarkreppuna. Hann svarar spurningunni um væntanlegt verð íbúða á svæðinu að það verði einfaldlega markaðsverð og segir athyglisvert að skoða á hvaða verði íbúðir í jafnvel kjöllurum og risum í Hlíðunum og þar í kring fari á.

 

Smelltu hér til þess að lesa greinina í heild

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600