Fréttir

Fjórðungur kaupsamninga vegna fyrstu kaupa

Grein ur Morgunblaðinu 25.07.2017

Fjöldi kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu var 1.834 á öðrum fjórðingi ársins. Þar af voru 439 vegna fyrstu kaupa eða 24%.

Þetta kemur fram í nýjum tölum sem birtar eru á vef Þjóðskrár Íslands. Ef þetta er borið saman við sama ársfjórðung í fyrra námu kaupsamningar þá 2.209 voru fyrstu kaup þá einnig 24% eða 524 talsins.

Alls var fjöldi kaupsamninga á landinu öllu 2.941 á öðrum ársfjórðungi og var fjöldi þeirra sem voru að kaupa sína fyrstu íbúð 708 eða 24%. Á sama fjórðungi í fyrra var fjöldi kaupa alls 3.283 og voru 813 vegna fyrstu kaupa, eða 25%.

 

Smelltu hér til þess að lesa greinina í heild

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600