Fréttir

Merki um breytingar á markaði

Grein úr Morgunblaðinu 25.07.2017

 

Þótt ýmis merki séu uppi um að breytingar kunni að vera í vændum á fasteignamarkaði er ekki hægt að slá neinu föstu um hvort svo sé í raun og veru, að mati hagfræðideildar Landsbankans. Í Hagsjá bankans er fjallað um málið og bent á að það taki langan tíma að auka framboð húsnæðis og því mun spennuástand á markaðnum vara eitthvað áfram.

Verulega dró úr hækkunum á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu í júní miðað við í fyrri mánuði, samkvæmt nýlegum tölum Þjóðskrár Íslands. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,2% í júní, þar af hækkaði verð á sérbýli um 1,6% en verð á fjölbýli lækkaði um 0,2%. Hækkun fasteignaverðs nú í júní er sú minnsta síðan í ágúst 2015 og hefur fjölbýli ekki lækkað í verði síðan í júní 2015.

Landsbankinn telur að of snemmt sé að segja nokkuð um hvort markaðurinn sé að kólna eða ekki, enda sé sumarið oft rólegur tími í fasteignaviðskiptum. Þar að auki megi ætla að framboð hafi ekki enn aukist nægikega til þess að hafa áhrig á verðþróum.

Sölutími hefur lengst

Landsbankinn segir tölur sýna að auglýstum fasteignum hafi fjölgað eilítið á allra síðustu mánuðum eftir að hafa veirð í lámarki nú í vor. Þá bendir bankinn á að sölutími íbúða hafi lengst nokkuð eftir að hafa verið í sögulegu lámarki á fyrstu mánuðum ársins.

Verðbólga hefur verið lítil og stöðug síðustu misseri og því hefur raunverð fasteigna hækkað mun meira en ella, segir í Hagsjánni. Raunverð fasteigna hefur þannig hækkað um um það bil fjórðung á einu ári.

 

Smelltu hér til þess að lesa greinina í heild

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600