Fréttir

Húsnæðisverð hefur hækkað um 50% á Suðurnesjum

Grein af mbl.is 26.06.2017

Nafn­verð íbúðar­hús­næðis í Reykja­nes­bæ hef­ur hækkað um 50% frá byrj­un árs 2016 og velt­an auk­ist um 65%. Meðal­fer­metra­verð í Reykja­nes­bæ nálg­ast nú bygg­ing­ar­kostnað en fer­metra­verð er mis­mun­andi eft­ir hverf­um bæj­ar­ins. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu sem Reykja­vík Economics tók sam­an fyr­ir Íslands­banka um íbúðamarkaðinn á Suður­nesj­um.

Þar seg­ir að Suður­nes­in hafi átt erfitt upp­drátt­ar allt frá því að banda­ríska varn­ar­liðið yf­ir­gaf aðstöðu sína á Miðnes­heiði haustið 2007 en á und­an­förn­um miss­er­um hef­ur hillt und­ir end­ur­reisn þeirra í ljósi mik­ils upp­gangs í ferðamannaiðnaði ásamt aukn­ingu viðkomu farþega í milli­landa­flugi um Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar. Þá hef­ur íbú­um á Suður­nesj­um fjölgað um 49% frá ár­inu 2005, þar af 6,6% á síðasta ári.

Í skýrsl­unni kem­ur fram að at­vinnu­leysi á svæðinu hef­ur minnkað og tekju­öfl­un heim­ila verið að styrkj­ast sem renn­ir styrk­ari stoðum und­ir íbúðamarkaðinn. Sam­fé­lagið á Suður­nesj­um er að ná fyrri styrk eft­ir efna­hags­áfallið haustið 2009 og brott­för varn­ar­liðsins haustið 2006.

Bent er á að marg­ir vaxt­ar­sprot­ar eru á Suður­nesj­um og má þar nefna mik­inn vöxt flug­um­ferðar um Kefla­vík­ur­flug­völl. Viðkomuf­arþegar hafa aldrei verið fleiri og ef fer fram sem horf­ir er mik­il und­ir­liggj­andi eft­ir­spurn eft­ir vinnu­afli á svæðinu.

Þá hef­ur fyrstu kaup­end­um fjölgað hratt á svæðinu en um fjórðung­ur allra kaup­samn­inga á fyrsta árs­fjórðungi árs­ins 2017 voru vegna fyrstu kaupa

 

Skýrsl­una í heild má sjá hér.

Greinina í heimd má sjá hér.

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600