Fréttir

Sá stærsti stígur á bremsuna

Grein af mbl.is 27.4.2017

Líf­eyr­is­sjóðir eru nú að end­ur­skoða regl­ur sín­ar um veðtrygg­ing­ar í ljósi mik­illa hækk­ana á fast­eigna­markaði að und­an­förnu. Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna hef­ur í varúðarskyni þegar gert breyt­ing­ar á út­lána­regl­um til sjóðfé­laga sinna. Ekki er leng­ur miðað við matsverð fast­eign­ar við út­reikn­ing veðláns, held­ur er nú ein­göngu miðað við markaðsverð sam­kvæmt kaup­samn­ingi eða fast­eigna­mat. Þessi breyt­ing tók gildi í síðasta mánuði, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá sjóðnum. Auk þess hef­ur veðhlut­fall verið fært úr 75% í 70%. Þetta hvoru­tveggja þýðir að sú láns­upp­hæð sem sjóðfé­lög­um stend­ur til boða get­ur lækkað, enda get­ur mun­ur á matsverði og fast­eigna­mati oft verið þónokk­ur.

„Fyr­ir einu og hálfu ári síðan hækkaði hlut­fall þess sem lánað var úr 65% af matsverði fast­eign­ar í 75%, en nú er búið að lækka viðmiðið í 70% auk þess sem við erum hætt að miða við verðmat. Meg­in­regl­an er að miða við kaup­samn­ing ef um kaup er að ræða, en ann­ars fast­eigna­mat,“ seg­ir Þór­hall­ur Jóseps­son upp­lýs­inga­full­trúi líf­eyr­is­sjóðsins.

Aðspurður seg­ir Þór­hall­ur að þeir sem áður gátu fengið lán til dæm­is til að end­ur­fjármagna eldri lán, allt að 75% af matsverði, geti nú aðeins fengið lán sem jafn­gild­ir 70% af fast­eigna­mati húss­ins. „Núna er bara hægt að fá lán miðað við matsverð með sér­stakri und­anþágu.

For­send­ur breyt­ing­anna hjá okk­ur eru að við vilj­um stíga var­lega til jarðar í þessu og sýna var­kárni í út­lán­um, þannig að við séum ekki sjálf­krafa að elta hækk­an­ir á markaðnum. Þá er það í takt við þau sjón­ar­mið sem koma fram í ný­leg­um lög­um um fast­eignalán til ein­stak­linga sem tóku gildi 1. apríl s.l. Hér er verið að herða á ein­um þætt­in­um í lána­regl­un­um af varúðarsjón­ar­miði.“

31,6 millj­arðar í fyrra

Í árs­skýrslu Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna fyr­ir árið 2016 kem­ur fram að veitt voru ný sjóðfé­lagalán á ár­inu fyr­ir 31,6 millj­arða króna, en hlut­fall þeirra var í árs­lok um 20% af skulda­bréfa­safni sjóðsins sam­an­borið við 13% í árs­lok 2015.

 

Tveir stór­ir líf­eyr­is­sjóðir aðrir sem Morg­un­blaðið ræddi við, Gildi og Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins, LSR, hafa ekki breytt sín­um regl­um með sama hætti. Hauk­ur Haf­steins­son fram­kvæmda­stjóri LSR seg­ir sjóðinn nú vera að end­ur­skoða regl­ur sín­ar um veðtrygg­ing­ar í ljósi mik­illa hækk­ana sem verið hafa á fast­eigna­markaði að und­an­förnu, eins og hann orðaði það. Hjá Gildi hef­ur eng­in ákvörðun verið tek­in um breyt­ing­ar af þessu tagi, að sögn Árna Guðmunds­son­ar, fram­kvæmda­stjóra sjóðsins.

Smelltu hér til þess að lesa greinina í heild

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600