Fréttir

Húsnæðisverð hækkað um 21% á einu ári

Grein af kjarninn.is 18.4.2017

Hús­næð­is­verð hækk­aði um 20,9 pró­sent á síð­ustu tólf mán­uð­um, sam­kvæmt nýjum upp­lýs­ingum frá Þjóð­skrá Íslands, sem tekur saman verð­þróun fast­eigna upp úr þing­lýstum kaup­samn­ingum og mælir þróun fer­metra­verðs. Hækk­unin hefur verið óvenju mikil horft til síð­ustu þriggja mán­aða en verðið hefur hækkað um 7,1 pró­sent á því tíma­bili.

Það þýðir að íbúð sem hafði mark­aðs­verð upp á 30 millj­ónir fyrir þremur mán­uðum hefur nú verð­miða upp á 32,1 millj­ón. Íbúð sem keypt var fyrir ári á 30 millj­ónir er með verð­miða upp á 36,3 millj­ónir í dag, miðað við þessa með­al­tals­hækkun á fer­metra. Hækk­unin hefur hins vegar verið mis­jöfn eftir svæð­um. Mest er hún mið­svæðis í Reykja­vík og í nágrenni þess.

Mik­ill skortur á íbúð­um, sam­hliða miklum kaup­mætti launa og vexti í ferða­þjón­ust­unni, hefur leitt til þess að verð hefur hækkað mikið á skömmum tíma. Stjórn­völd og sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa að und­an­förnu unnið að því að bregð­ast við stöð­unni, með því að hraða upp­bygg­ingu íbúða.

Upp­­safn­aður mis­­munur á fram­­boði og eft­ir­­spurn hús­næðis á Íslandi er um 4.600 íbúð­ir, sé tekið til­­lit til þess að um 1.600 íbúðir séu á hverjum tíma í skamm­­tíma­út­­­leigu til ferða­­manna.

Heild­­ar­þörf á upp­­­bygg­ing­u ­í­­búð­­ar­hús­næð­is á næstu þremur árum er talin vera um níu þús­und íbúð­ir, sam­kvæmt nýrri grein­ingu sem Íbúða­lána­­sjóð­­ur­ hef­ur unnið að beiðni Þor­­steins Víglunds­­son­­ar, félags- og jafn­­rétt­is­­mála­ráð­herra, um vöntun á hús­næð­is­­mark­aði á Ísland­i. Grein­ingin er hluti af heild­stæð­ari áætlun stjórn­valda um að auka fram­boð á litlum og með­al­stórum íbúð­um. Meðal þess sem horft er til er að breyta bygg­ing­ar­reglu­gerðum þannig að auð­veld­ara verði að byggja og einnig að leggja til lóð­ir, meðal ann­ars sem ríkið á, sem mætti byrja fljótt að byggja á. 

 

Þenslan á fast­eigna­mark­aðnum hefur verið mikil á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en verð hefur einnig hækkað mikið á lands­byggð­inni, þar sem víða er hús­næð­is­skort­ur. Þar er vanda­málið meðal ann­ars það, að bygg­ing­ar­kostn­aður er víða enn tölu­vert umfram mark­aðs­verð og hefur því ekki tek­ist að byggja upp íbúðir á sama tíma og eft­ir­spurn hefur verið að aukast, meðal ann­ars vegna upp­gangs í ferða­þjón­ust­u. 

Stétt­ar­fé­lög, sveit­ar­fé­lög og ríki, ásamt ein­staka fyr­ir­tækj­um, hafa því verið að huga að sam­starfi um upp­bygg­ingu til að bregð­ast við hús­næð­is­skort­in­um. Þannig hafa fyr­ir­tæki IKEA og Skinney Þinga­nes, svo dæmi séu tek­in, ákveðið að byggja íbúðir fyrir starfs­fólk sitt þar sem erf­ið­lega hefur gengið fyrir það að fá hús­næði.

Flestar spár grein­enda gera ráð fyrir því að fast­eigna­verð haldi áfram að hækka á næstu miss­erum.

Smelltu hér til þess að lesa eignina í heild

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600