Fréttir

Dregur úr hækkun á húsnæðismarkaði

Grein af mbl.is 6.4.2017

Gangi spár og vænt­ing­ar grein­ing­ar­deild­ar Ari­on eft­ir mun lík­lega byrja að draga úr hús­næðis­skorti á næsta ári en þangað til verður markaður­inn áfram erfiður fyr­ir kaup­end­ur.

Ný spá grein­ing­ar­deild­ar Ari­on banka ger­ir ráð fyr­ir að það hægi tals­vert á verðhækk­un­um á hús­næðismarkaði þegar líður á árið.

Aðstæður til verðhækk­ana eru þó enn til staðar þar sem sölu­fram­boð er lítið og út­lit fyr­ir tals­verðan inn­flutn­ing vinnu­afls á næstu árum. Á móti þessu veg­ur að nú stefn­ir í meiri íbúðafjár­fest­ingu en áður og að fjölg­un íbúða muni bráðlega fylgja fólks­fjölg­un, sem hef­ur ekki verið raun­in upp á síðkastið. Gangi spár og vænt­ing­ar grein­ing­ar­deild­ar­inn­ar eft­ir mun lík­lega byrja að draga úr hús­næðis­skorti á næsta ári en þangað til verður markaður­inn áfram erfiður fyr­ir kaup­end­ur.

Reikna með bygg­ingu 8.000 íbúða til árs­loka 2019

Grein­ing­ar­deild Ari­on tel­ur að um 8.000 íbúðir verði byggðar á land­inu öllu til árs­loka 2019 sam­kvæmt upp­færðri spá um íbúðafjár­fest­ingu. Eru það tals­vert fleiri íbúðir en gert var ráð fyr­ir í janú­ar.

Það sem styður fyrst og fremst við fram­boðsaukn­ing­una er hækk­andi hús­næðis­verð en það eyk­ur hvat­ann til ný­bygg­ing­ar. Þá jókst íbúðafjár­fest­ing tals­vert meira í fyrra en grein­ing­ar­deild­in gerði upp­haf­lega ráð fyr­ir sem bend­ir til þess að auk­inn kraft­ur sé að fær­ast í upp­bygg­ingu íbúða. Að sama skapi spá Sam­tök iðnaðar­ins að íbúðum á höfuðborg­ar­svæðinu muni fjölga mun hraðar á næstu árum.

Sam­kvæmt Ari­on mun þó hús­næðis­skort­ur­inn lík­lega aukast enn meira í ár þar sem talið er að mesta íbúa­fjölg­un­in verði á þessu ári sök­um inn­flutn­ings á vinnu­afli. Það þýðir að hús­næðis­skort­ur­inn mun aukast enn meira í ár en fara svo dvín­andi.

Ljós við enda gang­anna

Þá tel­ur Ari­on ekki úti­lokað að íbúðafjár­fest­ing verði meiri en sam­kvæmt spánni. Sem rök fyr­ir því megi til dæm­is nefna að verið sé að setja á fót aðgerðahóp fjög­urra ráðherra sem á að greiða fyr­ir bygg­ingu lít­illa íbúða.

 

„Þó að staða margra á hús­næðismarkaði verði að lík­ind­um áfram þröng næstu mánuði og verð muni lík­lega hækka áfram má sjá glitta í ljós við enda gang­anna þar sem fram­boð íbúða virðist loks­ins ætla að halda í við eft­ir­spurn.“

Smelltu hér til þess að lesa greinina í heild

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600