Fréttir

Ísland toppar listann yfir hækkun húsnæðisverðs í heiminum

Grein af kjarninn.is

Hvergi í heim­inum hækk­aði hús­næð­is­verð meira á milli áranna 2015 og 2016 en á Íslandi, sam­kvæmt grein­ingu fyr­ir­tæk­is­ins Knight Frank. Hækk­unin á milli síð­ustu fjórð­unga 2015 og 2016 er metin 14,7 pró­sent en með­al­talið í heim­inum er um 6 pró­sent og í Evr­ópu 5,4 pró­sent. 

Hækk­unin hefur þó verið enn meira hér á landi á síð­ustu mán­uð­um, og metur Þjóð­skrá hækk­un­ina nú 18,6 pró­sent. Mælt er út frá þing­lýstum kaup­samn­ingum og því um frum­gögn að ræða. 

Í skýrslu Knight Frank er verð­hækk­unin á Íslandi rakin til styrk­ari efna­hags og auk­ins áhuga erlendra fjár­festa á Íslandi. Ein vega­mesta ástæða hækk­un­ar­innar er þó sú, að mikil þörf er á því að auka fram­boð lít­illa og með­al­stórra íbúða, og metur Þjóð­skrá vönt­un­ina um átta þús­und íbúð­ir.

Stjórn­völd vinna nú að því að kort­leggja upp­lýs­ingar um stöðu mála með það að mark­miði að flýta upp­bygg­ingum íbúða og auka fram­boð eigna. Sam­ráðs­fundur með for­svars­fólki sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fór fram í dag, þar sem Þor­steinn Víglunds­son, vel­ferð­ar­ráð­herra, ræddi um stöðu mála, en rík­is­stjórnin hefur boðað aðgerðir á næstu vikum til að létta á spennu á mark­aði auka fram­boð eig­an.

Sam­kvæmt tölum Knight Frank hefur fast­eigna­verð hækkað næst mest á Nýja Sjá­landi, um 12,7%, og þar á eftir á Möltu og í Kanada. Nýja Sjá­land hefur líkt og Ísland verið að ganga í gegnum gríð­ar­lega miklar breyt­ingar sam­hliða vexti í ferða­þjón­ustu, sem hefur haft mikil áhrif á gang efna­hags­mála til hins betra.

Smelltu hér til þess að lesa greinina í heild


Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600