Fréttir

Íbúum miðborgarinnar fækkar mest

Grein af ruv.is 21.03.17

Íbúum miðborgarinnar fækkaði í fyrra um nokkur hundruð. Íbúum Reykjavíkur fjölgar hægar en íbúum annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
 

Hagstofa Íslands hefur birt nýjar tölur um íbúafjölda sveitarfélaga um síðustu áramót. Með því að bera þær saman við ársgamlar tölur má sjá hvert straumurinn lá í fyrra, á sama tíma og mjög var kvartað undan húsnæðisskorti á höfuðborgarsvæðinu.

Íbúum miðborgar og vesturbæjar fækkar

Íbúum á landinu fjölgaði um 1,8% í fyrra, þeir eru nú 338.349. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 3.259 eða 1,5%. Þar af fjölgaði Reykvíkingum um 786, eða um 0,64%. Það er athyglisvert að skoða þróun eftir póstnúmerum því þá kemur í ljós að íbúum miðborgarinnar, í póstnúmeri 101, fækkaði um 299 í fyrra. Hvergi á landinu fækkaði íbúum um jafn marga en fækkunin jafngildir 1,9% íbúa í póstnúmerinu. Íbúum vesturbæjar Reykjavíkur fækkaði líka, um 0,25%, en þeim fjölgaði nokkuð í úthverfunum, Árbæ og Norðlingaholti (póstnúmer 110) og Grafarholti og Úlfarsárdal (póstnúmer 113).

Póstnúmer

2016

2017

Fjölgun

Hlutfallsleg breyting

101 Reykjavík

15854

15555

-299

-1,89

103 Reykjavík

2027

2034

7

0,35

104 Reykjavík

9403

9521

118

1,25

105 Reykjavík

16555

16627

72

0,43

107 Reykjavík

8625

8603

-22

-0,26

108 Reykjavík

12514

12666

152

1,21

109 Reykjavík

12226

12293

67

0,55

110 Reykjavík

11823

12146

323

2,73

111 Reykjavík

8999

9047

48

0,53

112 Reykjavík

16988

16982

-6

-0,04

113 Reykjavík

6417

6671

254

3,96

116 Kjalarnes

906

989

83

9,16

 

Mikil fjölgun í nágrenni Reykjavíkur

Íbúum annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði hraðar en í Reykjavík. Í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ um rúmlega 3% og í Hafnarfirði um nærri 2%. Að jafnaði fjölgaði íbúum þó mest á suðurnesjum. Í Reykjanesbæ fjölgaði íbúum um 1.117 á árinu, eða um 7,3%. Í Sandgerði fjögaði íbúum um 8,3%, í Garði um 6% og um 5% í Vogum. Í Grindavík fjölgaði þeim um 3%. Íbúum Árborgar, Akraness og Ölfuss fjölgaði um 2-3%.  

Fækkun á Vestfjörðum

Almennt fjölgaði íbúum í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum. Þar fækkaði þeim um 0,2%. Hlutfallslega mest varð fólksfækkunin í Árneshreppi. Þar fækkaði íbúum um 9, sem jafngildir 16% fækkun. Árneshreppur er nú orðinn fámennasta sveitarfélag landsins, þar bjuggu 46 um áramótin.

Alls eru 74 sveitarfélög á landinu og þau eru mjög mis fjölmenn. Í 9 sveitarfélögum búa fleiri en 5000 en í 40 sveitarfélögum búa færri en 1000. Í þéttbýli bjuggu 316.904 en í dreifbýli og smærri byggðakjörnum bjuggu 21.455 manns um áramótin. Hér að neðan má sjá þróun íbúafjölda í öllum sveitarfélögum landsins í fyrra.

Sveitarfélag

2016

2017

Fjölgun

Hlutfallsleg breyting

Reykjavík

122460

123246

786

0,64

Kópavogur

34140

35246

1106

3,24

Hafnarfjörður

28189

28703

514

1,82

Akureyri

18294

18488

194

1,06

Reykjanesbær

15233

16350

1117

7,33

Garðabær

14717

15230

513

3,49

Mosfellsbær

9481

9783

302

3,19

Sveitarfélagið Árborg

8206

8471

265

3,23

Akranes

6908

7051

143

2,07

Fjarðabyggð

4693

4691

-2

-0,04

Seltjarnarnes

4415

4450

35

0,79

Vestmannaeyjar

4282

4292

10

0,23

Sveitarfélagið Skagafjörður

3902

3932

30

0,77

Borgarbyggð

3637

3677

40

1,10

Ísafjarðarbær

3623

3608

-15

-0,41

Fljótsdalshérað

3443

3493

50

1,45

Grindavíkurbær

3126

3218

92

2,94

Norðurþing

2825

2963

138

4,88

Hveragerði

2463

2483

20

0,81

Sveitarfélagið Hornafjörður

2171

2187

16

0,74

Fjallabyggð

2025

2033

8

0,40

Sveitarfélagið Ölfus

1956

2005

49

2,51

Dalvíkurbyggð

1840

1831

-9

-0,49

Rangárþing eystra

1774

1752

-22

-1,24

Sandgerði

1577

1708

131

8,31

Snæfellsbær

1663

1625

-38

-2,29

Rangárþing ytra

1526

1537

11

0,72

Sveitarfélagið Garður

1425

1511

86

6,04

Sveitarfélagið Vogar

1148

1206

58

5,05

Húnaþing vestra

1160

1174

14

1,21

Stykkishólmur

1113

1168

55

4,94

Vesturbyggð

1013

1030

17

1,68

Bláskógabyggð

979

1026

47

4,80

Eyjafjarðarsveit

1035

1015

-20

-1,93

Þingeyjarsveit

918

915

-3

-0,33

Bolungarvík

904

908

4

0,44

Grundarfjarðarbær

899

869

-30

-3,34

Blönduóssbær

865

866

1

0,12

Hrunamannahreppur

807

773

-34

-4,21

Dalabyggð

678

673

-5

-0,74

Seyðisfjörður

658

650

-8

-1,22

Flóahreppur

619

648

29

4,68

Vopnafjarðarhreppur

650

645

-5

-0,77

Hvalfjarðarsveit

622

636

14

2,25

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

521

594

73

14,01

Hörgársveit

557

574

17

3,05

Mýrdalshreppur

525

562

37

7,05

Langanesbyggð

505

484

-21

-4,16

Sveitarfélagið Skagaströnd

489

479

-10

-2,04

Skaftárhreppur

470

475

5

1,06

Strandabyggð

467

468

1

0,21

Grímsnes- og Grafningshreppur

465

467

2

0,43

Djúpavogshreppur

456

452

-4

-0,88

Svalbarðsstrandarhreppur

438

451

13

2,97

Skútustaðahreppur

408

425

17

4,17

Húnavatnshreppur

403

408

5

1,24

Grýtubakkahreppur

357

352

-5

-1,40

Reykhólahreppur

267

282

15

5,62

Ásahreppur

218

256

38

17,43

Tálknafjarðarhreppur

267

236

-31

-11,61

Kjósarhreppur

217

220

3

1,38

Akrahreppur

200

196

-4

-2,00

Súðavíkurhreppur

184

186

2

1,09

Breiðdalshreppur

183

182

-1

-0,55

Eyja- og Miklaholtshreppur

138

120

-18

-13,04

Borgarfjarðarhreppur

124

116

-8

-6,45

Kaldrananeshreppur

103

106

3

2,91

Skagabyggð

109

101

-8

-7,34

Svalbarðshreppur

99

95

-4

-4,04

Fljótsdalshreppur

74

81

7

9,46

Tjörneshreppur

60

59

-1

-1,67

Skorradalshreppur

53

58

5

9,43

Helgafellssveit

55

52

-3

-5,45

Árneshreppur

55

46

-9

-16,36

 

Smelltu hér til þess að lesa greinina í heild

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600