Fréttir

Jafnmikið og á tímum Kristjáns X

Grein úr Morgunblaðinu 13.03.2017

Á síðustu átta árum hefur verið lokið við smíði 2.068 íbúða í Reykjavík. Ekki hafa verið reistar jafn fáar íbúðir í borginni í fleiri áratugi, leita þarf aftur til stríðsáranna til að finna sambærilegt átta ára tímabil.

2.042 íbúðir voru byggðar í Reykjavík á árunum 1937 til 1944. Þá bjuggu tæplega 128.000 manns á Íslandi. Í dag eru landsmenn um 338.000. Væntanlega þarf engan að furða að eftirspurn eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu í dag sé langt umfram framboð, þegar reistar eru í höfuðborginni álíka margar íbúðir og gert var á tímum Kristjáns 10.

Á umræddu tímabili, frá og með 2009 til ársloka 2016, voru að meðaltali reistar 259 íbúðir á ári, samkvæmt upplýsingum sem mbl.is fékk frá Reykjavíkurborg. 

Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastjóri byggingariðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins, segir að þéttingarstefna yfirvalda eigi töluverða sök á þessu. ,,Við höfum ávallt sagt að þéttingarstefna sé af hinu góðu. En það verður að vera einhver annar valkostur líka, " segir Friðrik.

Dýrara að þétta byggð

Hann segir að dýrara sé að þétta byggð heldur en að byggja í útjöðrum hennar. Það taki lendri tíma og flækjustig sé hærra. ,,Það má öllum vera ljóst að þetta eru dýrarai lóðir. Að maður tali ekki um, að yfirleitt er gerð krafa um bílakjallara þegar verið er að byggja miðsvæðis í byggð. Það eru sex milljónir í viðbót, "segir Friðrik. ,,Og hvernig á sá, sem hyggist kaupa sína fyrstu íbúð, að geta staðið andspænis öllum þeim kostnaði sem þessu fylgir?"

Smelltu hér til þess að lesa greinina í heild 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600