Fréttir

Réttur til milligöngu í fasteignaviðskiptum

Grein úr Fréttablaðinu 27.02.2017

Þann 1. febrúar sl. tók það ákvæði gildi í lögum um sölu fasteigna og skipa að eþir einir geti fengið nemaheimild sem lokið hafa fyrstu önn í námi til löggildingar í fasteignasölu - en um er að ræða tveggja ára háskólanám til að verða fasteignasali.

Slík nemaheimild veitir nema heimild til að aðstoða fasteignasala við vissa þætti í milligöngu um fasteignaviðskipti. Listi yfir þá er hafa nemaheimild má sjá inni á heimasíðu Félags fasteignasala, ff.is, ásamt því sem þarf má sjá myndir og nöfn allra fasteignasala innan Félags fasteignasala. 

Mikilvægt er að árétta að með þessu er löggjafinn að tryggja neytendavernd þegar fólk á almennt sín stærstu viðskipti á lífsleiðinni. Öðrum en fasteignasölum og þeim er hafa nemaheimild til að aðstoða fasteignasala við störf er óheimilt með öllu að sinna verkefnum við milligöngu fasteignaviðskipta.

Grétar Jónasson hdl, framkvæmdarstjóri Félags fasteignasala

Smelltu hér til þess að lesa greinina í heild

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600