Fréttir

Ásýnd Skeifunnar breytist

Skeifan er svæði sem fólk tengir ekki endilega við uppbyggingu eða ný­ breytni. En nú eru teikn á lofti um talsverða uppbyggingu – jafnvel svo mikla að ásýnd svæð­isins gæti breyst talsvert á næstu árum og áratugum. Það sem helst skilgreinir Skeifuna í dag eru stór bílastæðaflæmi og óskipulög gatnasvæði. Í skýrslunni Upp sprettur borg! sem gefin var út árið 2014, kemur meðal annars fram að Skeifan sé sá hverfishluti sem veltir einna mestu í verslun og þjónustu og er því mikilvægt svæði fyrir efnahag svæðisins. Skeifan er skilgreind sem þróunarsvæði í Reykjavík af borginni.

Í lýsingu vegna endurskoðunar á deiliskipulagi Reykjavíkurborgar sem gert var opinbert fyrir um ári segir meðal annars að gert sé ráð fyrir aukningu húsnæðis um 85 þúsund fermetra og að 500 íbúðir spretti upp á svæðinu. Í frétt um málið segir að stefnt sé að því að skapa ramma fyrir þétta og blandaða byggð með íbúðir og skrifstofur á efri hæðum og verslun og þjónustu á jarðhæð. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg í fyrra segir að ekki sé gert ráð fyrir að þau fyrirtæki sem eru á svæð­inu flytji burt og að deiliskipulagið verði unnið í sem mestri sátt við hagsmunaaðila. Borgin gerir ráð fyrir því að byggð á svæðinu haldi að einhverju leyti í sín upprunalegu einkenni og að uppbyggingin á svæðinu eigi sér stað yfir langt tímabil, þegar lóðarhafar telja slíkt tímabært. En til að fara að­ eins ofan í saumana á því hvað nákvæmlega er að gerast með Skeifuna, er við hæfi að skoða nokkur verkefni sem eru í burðarliðnum á svæðinu.

Brunarústir Skeifunnar 11

Fyrr á þessu ári var tilkynnt um að Hagar hefðu skrifað undir kaupsamning um kaup á eignarhluta í Skeifunni 11. Þar var áður Fönn – Þvottaþjónusta, sem skemmdist illa í bruna árið 2014 og hefur stór hluti eignarinnar ekki verið í útleigu síðan. Kaupverðið var 1,7 milljarð­ ar og var fjármagnað úr sjóði Haga. Eignin var afhent 13. janúar á þessu ári. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir í samtali að Hagar séu að skoða tvo valkosti. „Annars vegar að byggja aftur upp byggingar, samanber þær sem voru þar fyrir. Hins vegar erum við í samtali við borgina vegna hugmynda um uppbyggingu á Skeifusvæðinu,“ segir Finnur. Hann bætir við að báðir kostir komi til greina en óvíst sé hvor leið­ in verði farin að svo stöddu.

Nánar er fjallað um málið í Fasteignum, fylgiblaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.  

 

Smelltu hér til þess að lesa greinina í heild

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600