Fréttir

Fasteignaverð hefur hækkað um 17% á einu ári

Grein af mbl.is 17.02.2017

Fast­eigna­verð á höfuðborga­svæðinu hækkaði um 1,8% milli mánaða í janú­ar sam­kvæmt nýj­um töl­um Þjóðskrár. Þar af hækkaði fjöl­býli um 1,7% og sér­býli um 1,9%.

Þetta kem­ur fram í Hag­sjá Hag­fræðideild­ar Lands­bank­ans.

Síðustu 12 mánuði hef­ur verð á fjöl­býli hækkað um 16,3%, sér­býli um 16,5% og er heild­ar­hækk­un­in 16,3%.

„Hækk­an­ir síðustu 12 mánaða eru mjög mikl­ar og þarf að fara allt aft­ur til árs­ins 2007 til að sjá álíka töl­ur,“ seg­ir í Hag­sjá.

Bent er á að verðbólga hafi verið lít­il og stöðug síðustu miss­eri og því hef­ur raun­verð fast­eigna hækkað mun meira en ella. Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis í janú­ar var um 0,9% lægri en í janú­ar 2015, þannig að all­ar nafn­verðshækk­an­ir á hús­næði síðasta árið koma nú fram sem raun­verðshækk­un og rúm­lega það. Raun­verð fast­eigna hef­ur þannig hækkað um rúm­lega 17% á einu ári frá janú­ar 2016 til janú­ar 2017.

Í Hag­sjá kem­ur fram að á ár­un­um 2011-2013 fylgd­ust þróun kaup­mátt­ar launa og fast­eigna­verðs nokkuð náið að. Frá miðju ári 2013 til sama tíma 2015 tók fast­eigna­verðið fram úr, en sú þróun gekk aðeins til baka frá vor­inu 2015 fram til sama tíma 2016.

„Síðan þá hef­ur fast­eigna­verð hækkað mun hraðar en kaup­mátt­ur launa. Þar kem­ur tvennt til, kaup­mátt­ar­aukn­ing­in er ekki eins hröð og áður og þá hef­ur fast­eigna­verðið hækkað meira en áður,“ seg­ir í Hag­sjá.

Að sama skapi hef­ur bilið á milli hús­næðis­verðs og bygg­ing­ar­kostnaðar auk­ist mikið á síðustu mánuðum. Allt frá síðasta vori hef­ur halla­lín­an á hlut­falli þess­ara tveggja stærða farið hratt upp á við. Hækk­un vísi­tölu bygg­ing­ar­kostnaðar milli ár­anna 2015 og 2016 var 4% á sama tíma og hækk­un verðs á fjöl­býli var 12%.

„Það er því greini­legt að það verður sí­fellt hag­stæðara að byggja íbúðar­hús­næði.

Þrátt fyr­ir þess­ar miklu hækk­an­ir á fast­eigna­verði er enn dá­lítið í land með að raun­verð fast­eigna nái því stigi þar sem það var hæst í októ­ber 2007. Raun­verð fast­eigna er enn um 9% lægra en það varð á ár­inu 2007. Helsta ástæða þess­ara miklu verðhækk­ana er m.a. skort­ur á fram­boði á hús­næði. Kaup­geta hef­ur auk­ist í takt við auk­inn kaup­mátt og at­vinnu þannig að sí­fellt fleiri bít­ast um þær íbúðir sem kom­ast á markað. Eign­um á markaði hef­ur fækkað veru­lega á síðustu mánuðum og að sama skapi hef­ur sölu­tími eigna haldið áfram að stytt­ast. Ekki er að sjá að breyt­ing verði á þessu ástandi á næstu mánuðum,“ seg­ir í Hag­sjá.

Smelltu hér til þess að lesa greinina í heild

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600