Fréttir

Framboðshliðin að þorna upp

Grein úr Morgunblaðinu 2.2.2017

,,Meðalsölutími hefur sjaldan eða aldrei verið styttri og frá 2006 hafa ekki færri eignir verið á söluskrá," segir Konráð S. Guðjónsson hjá greiningardeild Arion banka. Hann segir að samtöl við fasteignasala og einstaklinga sem annað hvort séu á þeim buxunum að selja eða kaupa fasteign varpi upp sömu mynd af stöðu mála. ,,Það virðist vera mikil samkeppni um þær íbúðir sem þó eru í boði. Það styður við þá skoðun okkar í deildinni að eftirspurnarvöxturinn sé mun meiri en aukið framboð."

Miklu munar á spám

Í nýrri skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn kemur fram að skortur á nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu sé ein helsta orsökin fyrir hækkandi fasteignaverði í landinu á síðustu árum og að lítið virðist verða á hækkunum á komandi misserum. Þannig gerir bankinn ráð fyrir 14% hækkun á markaðnum í ár, 9,7% hækkun á því næsta og 7,5% hækkun á árinu 2019.

,,Uppsöfnuð eftirspurn er mikil en við væntum þess að aukin umsvif á byggingarmarkaði muni slá aðeins á þrýstinginn á komandi mánuðum. Þegar við lítum á áætlanir Samtaka iðnaðarins og Samtaka sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu sjáum við að það er mikill munur á þeim. SSH gerir ráð fyrir því að það verði á bilinu 6 til 7 þúsund íbúðir fullgerðar út árið 2019 en Samtök iðnaðarins gera ráð fyrir því að þær verði um 8 þúsund. Verði reyndin sú að hér verði byggðar 8 þúsund íbúðir á árabilinu 2016-2019 þá telkum við að það muni að stórum hluta anna aukinni eftirspurn á markaðnum og mögulega vinna eitthvað á uppsafnaðri þörf."


Smelltu hér til þessa að lesa greinina í heild

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600