Fréttir

Horfur á ofhitnun

Grein úr Viðskiptablaðinu 2.2.2017

Húsnæðisverð á Íslandi hélt áfram að hækka árið 2016 - og með meiri hraða en áður. Á höfuðborgarsvæðinu nam árshækkunin í desember 15%. Utan höfuðborgarsvæðisins hefur húsnæðisverð hækkað um 20% undanfarið ár og er sú hækkun að mestu leyti drifin áfram af mikilli hækkun húsnæðisverðs í byggðum í nánd við höfuðborgarsvæðið, svo sem á Akranesi, í Hveragerði, Grindavík og Reykjanesbæ. Almennt er húsnæðisverð utan höfuðborgarsvæðisins áfram talsvert lægra en í Reykjavík, en fer þó hratt hækkandi, sérstaklega á Suðurnesjum. Leiguverð í landinu hefur hækkað hægar en húsnæðisverð undanfarin tvö ár og leigusamningum fækkað.

Í alþjóðlegum samanburði er þróun húsnæðisverðs hér á landi þó ekki einstök, þar sem talsverðar hækkanir eru víða, svo sem á Norðurlöndunum, í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Íbúðamarkaðurinn í heild sinni er ekki yfirverðlagður og er húsnæðisverð í ágætu samræmi við undirliggjandi hagstærðir á borð við laun og kaupmátt ráðstöfunartekna. Nær allt bendir til vaxandi eftirspurnar eftir húsnæði. Á sama tíma er framboðsskortur á markaðnum og ólíklegt er að framboðshliðin taki við sér í náinni framtíð. Útlit er fyrir að húsnæðisverð muni halda áfram að hækka, en til lengri tíma litið er hætta á því að markaðurinn ofhitni með óeðlilegri verðlagningu.

Smelltu hér til þess að lesa greinina í heild

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600