Fréttir

Ríkið selji hundruð fasteigna

Grein af mbl.is 25.1.2017

Viðskiptaráð Íslands (VÍ) legg­ur til í nýrri út­tekt að rík­is­sjóður selji all­ar skrif­stofu­bygg­ing­ar sem það hef­ur í eigna­safni sínu, 120 tals­ins, þær 280 íbúðir, 20 lög­reglu­stöðvar vítt og breitt um landið og 20 kirkj­ur sem þar er einnig að finna.

Sam­an­lagður fer­metra­fjöldi þess­ara bygg­inga er um 200 þúsund fer­metr­ar og jafn­gild­ir það tæp­lega 23% af um­fangi fast­eigna í þess eigu, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Í út­tekt­inni kem­ur fram að heild­ar fer­metra­fjöldi þeirra bygg­inga sem ríkið á telji 882 þúsund fer­metra. Tel­ur VÍ að hægt sé að draga úr sóun, auka hag­kvæmni í rík­is­rekstri, draga úr áhættu, minnka lík­ur á hags­muna­árekstr­um og greiða niður skuld­ir rík­is­sjóðs með því að ráðast í hina um­fangs­miklu eigna­sölu.

Smelltu hér til þess að lesa greinina í heild

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600