Fréttir

Þetta voru dýrustu fasteignir heims árið 2016

Grein af pressan.is 12. janúar 2017

Glæsihýsið í Hong Kong

Seldist á 30 milljarða króna, eða 270 milljón Bandaríkjadali.

Stórhýsi í Suzhou

Í þessu risavaxna býli eru 32 svefnherbergi og jafnmörg baðherbergi. Húsið er í kínversku borginni Suzhou sem er vestur af Sjanghæ.

Seldist á rúma 17 milljarða króna, eða 154 milljónir Bandaríkjadala.

Crespi Hicks sveitasetrið

Landareignin er um tíu hektarar en í stórhýsinu er meðal annars að finna sjö svefnherbergi, fjölda baðherbergja og lofthæðin er rúmir fjórir metrar.

Seldist á 14 milljarða króna, eða 100 milljón Bandaríkjadali.

Húsið í Holmby Hills

Hér er að finna tíu svefnherbergi, 20 baðherbergi, setustofur, kvikmyndasal, glæsilegt upphitað útisvæði og ýmislegt fleira. Hjónasvítan eins og sér er tæpir 500 fermetrar.

Seldist á 14 milljarða króna, eða 100 milljón Bandaríkjadali.

Playboy-höllin

Upphaflega vildi Hugh Hefner fá 28 milljarða króna fyrir höllina en var að sætta sig við helminginn. Þar er að finna heilan haug af svefnherbergjum, átta baðherbergi, vínkjallara, heimabíó, líkamsræktarstöð, tennisvöll og sundlag, svo eitthvað sé nefnt.

Seldist á 14 milljarða króna, eða 100 milljón Bandaríkjadali.

Risíbúð við Park Avenue

Plássið er dýrmætt í New York og þessi íbúðablokk við Park Avenue kostar sitt. Um er að ræða þriðja hæsta skýjakljúfinn í borginni og hæstu íbúðablokk heims. Risíbúð sem seldist á síðasta ári kostaði um tíu milljarða króna.

Seldist á tíu milljarða króna, eða 87,7 milljónir Bandaríkjadala.

 

Smelltu hér til þess að lesa greinina í heild

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600