Fréttir

Byko-reit­ur­inn skipu­lagður með íbúðum og hót­eli

Grein af mbl.is 9.12.2016

Reykja­vík­ur­borg hef­ur aug­lýst til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi Byko-reits í Vest­ur­bæn­um, en reit­ur­inn af­mark­ast af Hring­braut, Fram­nes­vegi og Sól­valla­götu.

Um­rædd­ur reit­ur er gegnt JL-hús­inu. Þarna eiga m.a. að rísa fjöl­býl­is­hús og hót­el, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um það mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Sam­kvæmt deili­skipu­lagstil­lög- unni verður heild­ar­bygg­inga­magn 15.700 fer­metr­ar. Þar af verða íbúðir 70 tals­ins á 3.250 fer­metr­um, 2-4 hæðir. Gisti­staður er til­greind­ur 4.300 fer­metr­ar, 1-5 hæðir, og versl­un og þjón­usta 450 fer­metr­ar. Sval­ir og þak­g­arðar verða 3.450 fer­metr­ar.

Smelltu hér til þess að lesa greinina í heild

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600