Fréttir

Söluverð hækkar meira en leiga

Grein úr Morgunblaðinu 7.12.2016

Söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað meira en vísitala leiguverðs á 12 mánaða tímabili. Vísitala leiguverðs hækkaði um 8,5% á 12 mánaða tímabili. Vísitala leiguverðs hækkaði um 8,5% á 12 mánaða tímabili frá október 2015, en á sama tíma hækkaði söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu um 13,6%, að því er fram kemir í Hagsjá Landsbankans.

Breytingar á leigu-og kaupverði fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu höfðu fylgst nokkuð náið að allt frá árinu 2011 þegar farið var að birta vísitölu leiguverðs. Um mitt sumar 2015 mældist töluverð lækkun á húsaleigu þannig að vísitala leiguverðs dróst töluvert aftur úr vísitölu kaupsverðs og það sama gerðist síðastliðið vor. Staðan er því sú kaupverð fjölbýlis hefur hækkað um 7,5% meira en leiguverð frá upphafi ársins 2011.

Leiguverð hæst í Vesturbænum

Meðalverð í ágúst, september og október 2016 sýnir að leiguverð fyrir 2ja herbergja íbúðir er allsstaðar töluvert hærra en á 3ja herbergja íbúðum, sem er svo líka allsstaðar hærra en á stærstu íbúðunum. Sums staðar er þessi munur verulegur eins og í vesturhluta Reykjavíkur, úthverfum Reykjavíkur og á Akureyri.

Munur á leiguverði 2ja og 3ja herbergja íbúða er mestur í Kópavogi, 25%, en er að meðaltali um 17%. Munurinn á 3ja herbergja íbúðum og þeim stærri er mestur á Akureyri, 26%, en er að meðaltali 13%.

Leiguverðið er hæst fyrir allar stærðir íbúða í Vesturhluta Reykjavíkur og lægst á Akureyri.

Smelltu hér til þess að lesa eignina í heild

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600