Fréttir

Sérbýli skortir á markað

Grein úr Viðskiptablaðinu 1.12.2016

Markaður fyrir sérbýli er kominn á fullt skrið að því er fram kemur í samantekt Greiningardeildar Arion banka um húsnæðismarkaðinn, sem var birt í fyrradag.

Síðsumars 2014 voru hátt í þúsund sérbýli til sölu á höfuðborgarsvæðinu og á sama tíma í fyrra vorum um 300 sérbýli á söluskrá. Í haust hefur sérbýlum á söluskrá enn fækkað og eru nú innan við 200 slíkar íbúðir til sölu.

Minnkandi framboð á sérbýli hefur leitt til þess að verð á þeim íbúðum hefur hækkað töluvert undanfarin misseri. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs hefur verð á sérbýli hækkað um 16% á Seltjarnarnesi og í Mosfellsbæ og mjög víða á höfuðborgarsvæðinu nemur hækkunin um 10-13%.

Verð á einbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu hefur að meðaltali hækkað um 14% á síðustu tólf mánuðum. Verð á íbúðum í fjölbýli hefur hækkað um 13% á sama tíma.

Smelltu hér til þess að lesa greinina í heild

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600