Fréttir

Jarðarsvæðin hækka meira

Grein úr Morgunblaðinu frá 30.11.2016

Íbúðaverð hefur hækkað um 13% á landsvísu yfir síðustu 12 mánuði, að því er fram kemur í Markaðspunktum Arion banka.

Hækkanirnar eru ekki einungis bundnar við höfuðborgarsvæðið en fasteignaverð úti á landi hefur hækkað um 14% á síustu 12 mánuðum. Velta fer vaxandi víðast hvar en hefur aukist hraðast á Reykjanesi, Suðurlandi og Vesturlandi.

Söluframboð á íbúðasthúsnæði hefur minnkað um helming á síðustu tveimur árum, sem bendir til þess að ekki hafi verið nóg byggt, að mati Arion banka. Hin vegar bendi spár Samtaka iðnaðarins til þess að jafnvægi muni nást á milli eftirspurnar og framboðs á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum, en lokið verður að byggja tæplega 8.000 íbúðir á árunum 2016 til 2019.

Hækkanir á íbúðarhúsnæði eru nú mestar á jarðarsvæðum eru nú mestar á jaðarsvæðum höfuðborgarsvæðisins, að því er fram kemur í samantekt Arion banka. Hefur íbúðarverð í fjölbýli í Breiðholti, annars staðar ern í Seljahverfi, hækkað um 21% á fyrstu 9 mánuðum ársins, á Seltjarnarnesi hefur verð á fjölbýli hækkað um 20% og á völlunum í Hafnarfirði og Vogunum í Reykjavík um 19%.

Smelltu hér til þess að lesa greinina í heild

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600