Fréttir

Fylgjast þarf með fasteignalánum

Grein úr Fréttablaðinu frá 30.11.2016

Mikilvægast er að fylgjast vel með auknum umsvifum lífeyrissjóða í útlánum til heimila. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein tveggja sérfræðinga Fjármálaeftirlitsins og birtist í Fjármálum, vefriti FME. Greingarhöfundar benda einnig á að færsla húsnæðislána frá bönkum til lífeyrissjóða kunni að auka áhættu lánasafns þeirra. Fasteignaverðtryggð lán lífeyrissjóða til heimila og fyrirtækja jukust um 15,5% á fyrri hluta þessa árs og nema nú 240 milljörðum króna.

Loftur Hreinsson, sérfræðingur í áhættugreiningu og María Finnsdóttir, sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti rita greinina. Höfundar segja lífeyrissjóðina bundna af lögum um hámarksveðhlutföll og eignadreifingu en önnur stjórntæki hafi ekki tilætluð áhrif til að hamla útlánavexti þeirra. Sveiflunarauki sem lagður er á fjármálastofnanir hafi til að mynda ekki áhrif á lífeyrissjóði. Greinarhöfundar taka þó fram að hegðun lífeyrissjóða til þessa hafi ekki gefið tilefni til að hafa áhyggjur af áhrifum á fjármálastöðuleika.

Fram kemur í greininni að undanfarin ár hafi lífeyrissjóðir aukið við óhefðbundnar fjárfestingar, en erfitt sé að meta áhættuna vegna slíkra þátta.

Smelltu hér til þess að lesa greinina í heild

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600