Fréttir

220 stunda nám vegna fast­eigna­sölu

Grein mbl.is frá 19.nóvember 2016:

Um 220 manns stunda nám til lög­gild­ing­ar í fast­eigna­sölu hér á landi. Nem­arn­ir eru í þrem­ur hóp­um en námið tek­ur tvö ár á há­skóla­stigi.

Ný lög um sölu fast­eigna tóku gildi um mitt síðasta ár. Til­gang­ur­inn var að tryggja ör­yggi kaup­enda og selj­enda í fast­eignaviðskipt­um og um leið gera skýr­ari kröf­ur til fast­eigna­sala að þeir sinni sjálf­ir þeim störf­um sem hið op­in­bera hef­ur veitt þeim lög­gild­ingu til að sinna.

Að sögn Grét­ars Jónas­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Fé­lags fast­eigna­sala, eru marg­ir af þeim sem störfuðu áður í grein­inni án mennt­un­ar í hópn­um sem stund­ar nám til lög­gild­ing­ar og vinna þeir að því að afla sér rétt­inda til að geta starfað í fag­inu. Marg­ir þeirra starfi sam­hliða nám­inu á fast­eigna­söl­um með svo­kallaða nem­a­heim­ild sem veit­ir þeim til­tekn­ar heim­ild­ir til að aðstoða fast­eigna­sala við til­tek­in störf milli­göng­unn­ar.

Spurður út í reynsl­una af nýju lög­un­um um sölu fast­eigna tel­ur Grét­ar að þau mark­mið sem stefnt var að hafi að stóru leyti náðst eða eru á réttri leið, meðal ann­ars með því að marg­ir sem unnu í grein­inni án mennt­un­ar vinni nú hörðum hönd­um að afla sér mennt­un­ar sem fast­eigna­sal­ar.

„Þetta var ein­mitt eitt af því sem stefnt var að með nýju lög­un­um að árétta það og tryggja að neyt­end­ur í al­mennt stærstu viðskipt­um á lífs­leiðinni fái notið þjón­ustu og ráðgjaf­ar þeirra sem hafa nauðsyn­lega mennt­un og reynslu að sinna þess­um störf­um. Með þessu er sköpuð festa og ör­yggi sem ekki var næg áður,“ seg­ir Grét­ar.

Hann seg­ir að fjöldi fast­eigna­sala á síðustu árum hafi verið í kring­um 250, auk þess sem stór hóp­ur sölu­fólks hef­ur verið til hliðar, eða á bil­inu 400 til 600 manns. Í dag eru um 400 lög­gilt­ir fast­eigna­sal­ar á land­inu.

 

Smellið hér til að lesa greinina í heild. 

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600