Fréttir

Fjölga íbúðum fyrir tekjulægri heimili

Grein Morgunblaðsins, 5.nóvember 2016:

Ríki og sveitarfélög þurfa nú að beita sér fyrir því að hafist verði handa um byggingu þúsunda íbúða til að mæta uppsafnaðri þörf almennings fyrir húsnæði. Tryggja þarf og framlög til að fjölga íbúðum fyrir tekjulægri heimili í nýja almenna íbúðakerfinu. Með því verði lagður grunnur að uppbyggingu á öflugu og öruggu sjálfbæru leiguíbúðakerfi. Þetta segir Alþýðusamband Íslands í ályktun ársfundar síns sem haldinn var á dögunum. Margt bar á góma og samþykktar voru ályktanir um ýmis velferðarmál.

Þing ASÍ leggur áherslu á að viðráðanlegur húsnæðiskostnaður sé forsenda félagslegs- og fjárhaglegs öryggis. Taka þurfi á háum vaxtakostnaði, auka stöðugleika húsnæðisstuðnings og tryggja að leigjendur og fasteignakaupendur sitji við sama borð. Auðvelda verði ungu fólki fyrstu kaup og þeim sem ekki eiga eignir að komast inn á fasteignamarkað. Hvetja megi fólk til húsnæðissparnaðar og endurskoða greiðslumat við lántöku.

Í menntamálum krefst ASÍ að fjárframlög verði aukin. Efla þurfi sveigjanleika í menntakerfinu og fjölbreytileika í kennsluaðferðum. Færni- og mannaflaþörf á vinnumarkaði skuli greind og menntakerfið starfi samkvæmt því. Jafna verði aðstöðu til náms og stórefla iðn- og verkmenntun. Þá verði að koma á fagháskóla og auka alla starfsmenntun í fyrirtækjum.

Smellið hér til að lesa greinina í heild.
 
Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600