Fréttir

Seldi íbúð í djúpu þunglyndi

Grein Fréttatímans 29.10.2016:

Parið sem hugðist kaupa íbúðina á um 27 milljónir króna, stefndi konunni eftir að hún rifti kaupsamningnum, og vildi að hún stæði við samninginn.

Farið var fram á að kaupsamningnum yrði rift þar sem söluna mátti rekja beint til andlegra vanheilinda konunnar. Í dómi segir meðal annars að konan hafi verið flutt með sjúkrabíl af fasteignasölunni eftir að konan hafði farið á fund með parinu og fasteignasala, þar sem farið var fram á að hún stæði við samninginn.

Þá kom einnig fram að konan hefði rift samningnum 20 dögum eftir að hann var gerður, en þá var parið ekki búið að skila inn greiðslumati eins og kvað á um í samningnum. Það gerði parið þó síðar. Á þeim forsendum rifti héraðsdómur samningnum síðasta fimmtudag, þar sem kauptilboðið var runnið út, auk þess sem konan fékk gjafsókn vegna málsins.

Smellið hér til að lesa greinina í heild. 

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600