Fréttir

Heimilt að kaupa eina fasteign á ári

Grein mbl.is frá 25.október 2016:

Ein­stak­ling­um er nú heim­ilt að kaupa eina fast­eign er­lend­is á hverju ári og dregið hef­ur verið úr skila­skyldu inn­lendra aðila á er­lend­um gjald­eyri. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í grein­ar­gerð fjár­mála- og efna­hags­ráðherra um fram­gang áætl­un­ar um los­un gjald­eyr­is­hafta.

Með gildis­töku laga um breyt­ingu á lög­um um gjald­eyr­is­mál, sem samþykkt voru á Alþingi 11. októ­ber sl. og eru liður í aðgerðaáætl­un stjórn­valda um los­un fjár­magns­hafta frá júní 2015, varð bein er­lend fjár­fest­ing inn­lendra aðila ótak­mörkuð en háð staðfest­ingu Seðlabanka Íslands. Jafn­framt varð fjár­fest­ing í fjár­mála­gern­ing­um út­gefn­um í er­lend­um gjald­eyri og fyr­ir­fram- og upp­greiðsla er­lendra lána frjáls upp að 30 m.kr. Ein­stak­ling­um er nú enn frem­ur heim­ilt að kaupa eina fast­eign er­lend­is á hverju almanaks­ári og dregið er úr skila­skyldu inn­lendra aðila á er­lend­um gjald­eyri.

Í upp­hafi næsta árs verður síðan, sem hluti af sömu lög­gjöf, fram­an­greint fjár­hæðarmark hækkað úr 30 m.kr. í 100 m.kr. og á sama tíma verða inn­stæðuflutn­ing­ar frá inn­lend­um til er­lendra fjár­mála­stofn­ana heim­ilaðir upp að sama fjár­hæðar­há­marki.

Vinnu við los­un fjár­magns­hafta miðar sam­kvæmt áætl­un, að því er seg­ir í grein­ar­gerðinni, en full los­un fjár­magns­hafta er þó enn ótíma­sett.

Smellið hér til að lesa greinina í heild. 

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600