Fréttir

Kynslóð föst í foreldrahúsum

Grein Fréttablaðsins, 18.10.2016:

Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað nokkuð um fasteignamarkaðinn og horfur á honum. Samtök iðnaðarins hafa að undanförnu vakið athygli á stöðu húsnæðismarkaðar og í gær kom út skýrsla um íbúðamarkaðinn hjá Íslandsbanka sem sagt er frá í blaðinu í dag.

Enda þótt húsnæðisverð hafi hækkað mikið síðustu ár, eru enn ekki merki um að fasteignabóla hafi myndast að mati sérfræðinga. Það ber þó að hafa í huga að slíkar bólur hafa gjarnan þau einkenni að þá fyrst gera menn sér grein fyrir þeim þegar þær eru sprungnar.

Megindrifkraftar fasteignaverðs eru kaupmáttur og aðgangur að lánsfé. Þar á eftir kemur svo framboð og eftirspurn. Byggingarkostnaður er svo sú breyta sem hefur áhrif á framboðshliðina með þeim hætti að ef verð fer undir byggingarkostnað, þá hætta menn að byggja. Þetta má glöggt sjá úti á landi þar sem lítil eftirspurn leiðir til verðs sem er langt undir byggingarkostnaði. Þar er því ekkert byggt, þrátt fyrir skort á húsnæði.

Á höfuðborgarsvæðinu er verð hátt og hæst í 101 Reykjavík. Stefna borgaryfirvalda um þéttingu byggðar hefur fært áherslu frá ódýrari íbúðum í úthverfum í dýrar íbúðir í eða við miðborg. Þessi stefna hefur hentað eldra fólki sem minnkar við sig og selur einbýlishús og flytur miðsvæðis í fremur dýrar blokkaríbúðir. Vöxtur ferðaþjónustu hefur einnig þrýst upp verði miðsvæðis í borginni.

Stefnan hefur valdið uppsöfnuðum vanda hjá ungu fólki sem hefur ekki efni á að kaupa slíkar íbúðir sem fyrstu íbúð. 

Smellið hér til að lesa greinina í heild.

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600