Fréttir

Fern árslaun nægja fyrir húsnæði

Grein í Fréttatímanum, 15.10.2016:

Það vantar 5100 íbúðir til að fulllnægja þörf fyrir íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar af þarf 3000 til 3300 íbúðir í Reykjavík.

Í greiningu Capacent á fasteignamarkaðnum sem unnin var fyrir borgina og kynnt á föstudag kemur fram að byggingarkostnaður er orðinn lægri en kaupverð íbúða. Þrátt fyrir mikla hækkun fasteignaverðs að undanförnu kostar álíka mörg mánaðarlaun að kaupa íbúð í Reykjavík í dag og það kostaði árið 2004. Að jafnaði tekur það 48 mánaðarlaun einstaklings miðað við meðaltalið, að greiða fyrir 90 fermetra íbúð í Reykjavík. 

Aðstæður til að auka framboð íbúða hafa batnað mikið frá hruni. Kaupverð fasteigna hefur hækkað umfram byggingarkostnað og er byggingarkostnaður fjölbýlishúsa nú lægri en kaupverð þeirra. Byggingarkostnaður sérbýla er þó enn hærri en kaupverð þeirra.

Smellið hér til að lesa greinina í heild. 

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600