Fréttir

Lántökugjald Landsbankans óháð fjárhæð

Grein Morgunblaðsins, 7.október 2016:

Landsbankinn hyggst innheimta fast lántökugjald, eða 52.500 krónur, af hverju íbúðarláni til einstaklinga í stað þess að lántökugjald nemi tilteknu hlutfalli af lánsfjárhæð.

Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að breytingin muni í langflestum tilfellum leiða til þess að lántakendur greiða mun lægra lántökugjald en áður. Bankinn nefnir sem dæmi lántökugjald og kostnað af 20 milljóna króna íbúðaláni sem var áður 155.000 krónur, en lækkar nú niður í 52.500 krónur.

Sem fyrr verður lántökugjald fellt niður hjá þeim sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign. Fyrir þá sem taka einnig allt að 15% viðbótarlán umfram íbúðarlán sem nemur 70% af kaupverði, verður lántökugjald innheimt eins og um eitt lán sé að ræða.

Smellið hér til að lesa greinina í heild. 

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600