Fréttir

Húsnæðislán lífeyrissjóðanna hafa margfaldast milli ára

Grein Fréttablaðsins frá 30.september 2016:

Ný útlán lífeyrissjóðanna til heimila námu í heild 38,6 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands. Ný útlán námu hins vegar einungis tæplega 5 milljörðum króna á sama tímabili í fyrra. Upphæðin áttfaldaðist því næstum milli ára. Fjöldi nýrra útlána var 523 á fyrri helmingi árs í fyrra en er núna 2.470. Gera má ráð fyrir að þarna sé fyrst og fremst um húsnæðislán að ræða.

Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), segir eftirspurn eftir sjóðsfélagalánum hafa aukist mikið. „Það er bæði vegna þess að veðmörk hafa verið rýmkuð, en á sama tíma hafa verið hertar reglur um greiðslumöt og lánshæfismöt. Þannig að lífeyrissjóðirnir hafa ekki verið að taka aukna áhættu með þessum lánum,“ segir Haukur. Hann segir lífeyrissjóðina líka hafa verið að bjóða upp á lán með hagstæðari vöxtum heldur en aðrir á þessum markaði. „En að hluta til endurspeglar þetta líka bara aukin umsvif í þjóðfélaginu og aukin umsvif á fasteignamarkaði.“

Smellið hér til að lesa fréttina í heild. 

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600