Fréttir

Margfalt ódýrari íbúðir fást úti á landi

Grein frá visir.is 21.september 2016:

Langdýrustu fermetrana í íbúðarhúsnæði er að finna í Garðabæ og í póstnúmeri 101 í Reykjavík ef marka má íbúðir til sölu á fasteignavefjum landsins.

Staðan er skelfileg og þúsundir íbúða þarf inn á markaðinn til að anna eftirspurn, að mati framkvæmdastjóra Félags fasteignasala.

Fréttablaðið kannaði ásett verð fasteigna sem eru um 70 til 120 fermetrar að stærð vítt og breitt um landið. Einstaklingar í dag sem eru á leið út á fasteignamarkaðinn eru í mörgum tilvikum að leita sér að íbúð á þessu stærðarbili.

Verðið er nokkuð mismunandi eftir því hvar íbúðirnar eru staðsettar. Einnig eru sum svæði að byggjast upp með mörgum nýjum íbúðum í dýrari kantinum. 

„Það er virkilega erfitt fyrir ungt fólk að kaupa sína fyrstu eign. Fólk þarf að eiga fimm til sex milljónir til að komast inn á markaðinn og það er ekki gefið,“ segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala.

Grétar segir það óskemmtilega stöðu sem gæti þá komið upp að börn efnaðra foreldra séu þá þau einu sem geti eignast fasteign.

„Fólk sem á ákaflega lítið, nýkomið úr námi, þarf að reiða sig á foreldra eða aðra sem eiga nægilegt fé til að hjálpa. Það er staða sem margir standa frammi fyrir. Við erum að sjá að þeir sem eiga efnaða foreldra eru líklegri til að geta eignast fasteign,“ segir Grétar.

Gríðarlegur munur er á fasteignaverði á milli höfuðborgarsvæðisins og síðan landsbyggðanna. Til að mynda er fasteignaverð á Akureyri aðeins hálfdrættingur á við það sem gerist í borginni. Fasteignaverð lækkar síðan tiltölulega hratt þegar komið er í nágrannasveitarfélög höfuðborgarinnar. 

Smellið hér til að lesa greinina í heild. 

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600