Fréttir

Seldi einbýlishús í Hafnarfirði á undirverði: Kaupandinn leiddi Borgunarhópinn

Grein dv.is frá 26.ágúst 2016:

Landsbankinn féllst í janúar á kauptilboð í einbýlishús í Hafnarfirði sem var 2,5 milljónum króna lægra en annað tilboð sem bankanum barst rúmum mánuði áður. Bankinn seldi einbýlishúsið án þess að hafa aftur samband við tilboðsgjafann sem átti hærra boðið. Verkferlum um sölu íbúðarhúsnæðis í eigu fyrirtækisins var í kjölfarið breytt og tilboðsgjafinn beðinn afsökunar. Húsið var selt Magnúsi Magnússyni, fjárfesti og forsvarsmanni Eignarhaldsfélagsins Borgunar, og eiginkonu hans.

Einbýlishúsið, sem er 210 fermetrar að stærð og stendur við götuna Lækjarberg í Hafnarfirði, var í eigu Hamla, dótturfélags Landsbankans sem sér um umsýslu og sölu eigna sem ríkisbankinn leysir til sín vegna fullnustu krafna. Húsið var auglýst til sölu þann 14. desember 2015 og var ásett verð 69,8 milljónir króna. Sex fasteignasölur tóku eignina til sölumeðferðar og þremur dögum síðar barst fyrsta boð upp á 64 milljónir króna. Tilboðsgjafinn, sem vill ekki láta nafns síns getið, sagði í samtali við DV að hann og eiginkona hans hefðu haft augastað á húsinu í mörg ár og áður gert tilboð í það árið 2010.

Bankinn hafnaði tilboðinu og gerði gagntilboð upp á 67,5 milljónir. Tilboðsgjafinn sætti sig ekki við það verð og í kjölfarið bárust bankanum lægri tilboð, sem öll voru undir 60 milljónum króna, frá öðrum áhugasömum aðilum. Þann 21. janúar síðastliðinn, rúmum mánuði eftir að bankanum barst 64 milljóna tilboðið, samþykkti hann kauptilboð Magnúsar Magnússonar og Brynhildar Helgadóttur, eiginkonu hans. Hljóðaði það upp á 61,5 milljónir. Kaupsamningur um eignina var svo undirritaður í byrjun apríl.

„Bankinn taldi á þessum tímapunkti að upphaflegt verðmat hefði verið of hátt og var því tilbúinn til að fallast á lægra verð. Því miður var ekki haft samband við þau sem höfðu boðið 64 milljónir kr. þann 17. desember 2015 til að kanna hvort þau hefðu áhuga á að endurvekja tilboð sitt. Bankanum þykir þetta afar leitt og hefur beðið viðkomandi velvirðingar,“ segir í skriflegu svari Landsbankans við fyrirspurn DV.

Smellið hér til að lesa greinina í heild. 

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600