Fréttir

,,Fyrsta fasteign" stendur undir nafni

Grein Morgunblaðsins, 20.8.2016:

Fyrsta fasteign, nýtt úrræði ríkisstjórnarinnar til þess að styðja við kaup á fyrstu íbúð, er ekki hugsað til þess að aðstoða fólk sem hefur átt fasteign á ævinni en verið á leigumarkaði um áraraðir, eða fólk sem hefur glatað fasteign sinni vegna fjárhagslegs tjóns.

Því fólki býðst þó að nýta sér séreignarsparnað sinn til greiðslu inn á höfuðstól lána sem tekin eru vegna öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota. 

„Úrræðið hefur verið í lögum fyrir þá sem til dæmis eru að koma af leigumarkaði eða hafa tapað fasteign í hruninu eða lent í öðrum áföllum en áttu áður fasteign. Þeir njóta góðs af lögunum eins og þau eru í dag og hafa verið í gildi frá 2014. Við erum að framlengja þann rétt, sem ella hefði runnið út á næsta ári, til ársins 2019 núna og þar með er verið að segja að rétturinn verði í 5 ár,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hann vísar í úrræði sem var fest í lögum til bráðabirgða árið 2014 sem hluti af leiðréttingunni vegna hins almenna skuldavanda heimilanna.

Smellið hér til að lesa greinina í heild. 

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600