Fréttir

Hlutverki ÍLS verði breytt

Grein Morgunblaðsins, 13.8.2016:

Hlutverk Íbúðalánasjóðs (ÍLS) mun gjörbreytast verði nýtt frumvarp um húsnæðismál, sem húsnæðis- og velferðarráðherra hefur lagt fram, samþykkt á Alþingi. Er þar m.a. gert ráð fyrir því að heimildir sjóðsins til lánveitinga verði takmarkaðar við sértæk lán á samfélagslegum forsendum eða vegna markaðsbresta. Segir frá þessu í tilkynningu ÍLS til Kauphallar Íslands.

Lán til einstaklinga verða einskorðuð við þá sem ekki eiga kost á fasteignalánum á viðunandi kjörum hjá öðrum lánastofnunum, s.s. vegna staðsetningar fasteignarinnar eða af öðrum ástæðum.

Núgildandi ákvæði um hámarkslán og hámarksveð fasteigna mun haldast óbreytt og sama máli gegnir um greiðslugetu lántaka og veðhæfi fasteignar. Sjóðnum verður áfram heimilt að veita lán til leigufélaga, en aðeins þeirra sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða og til sveitarfélaga, s.s. vegna húsnæðis fyrir fatlað fólk, aldraðra, öryrkja, námsmenn og vegna hjúkrunarheimila.

Þá verður einnig skerpt á hlutverki sjóðsins í stefnumótun og áætlanagerð í húsnæðismálum auk þess sem skýr bókhaldslegur aðskilnaður verður gerður milli eldra lánasafns og skuldbindinga nýrra lána og stofnframlaga

Smellið hér til að lesa greinina í heild.

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600