Fréttir

Kaupsamningum fjölgaði um 2,8% í júlí

Grein vb.is frá 9.ágúst 2016:

Fjöldi kaupsamninga um fasteignir sem þinglýstir voru við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu voru 631 í júlímánuði. Fjölgaði kaupsamningum milli júlí og júnímánaðar um 2,8% og jókst veltan um 3,8%.

Nam heildarveltan 26,8 milljörðum króna í júlímánuði en meðalupphæðin á hvern kaupsamning var 42,5 milljónir króna.

Námu viðskipti með eignir í fjölbýli 18,3 milljörðum, viðskipti með eignir í sérbýli námu 7,4 milljörðum og með aðrar eignir 1,1 milljarði króna. En í júní voru 614 kaupsamningum þinglýst, veltan nam 25,8 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning nam 42 milljónum króna.

Hins vegar ef fjöldi kaupsamninga er skoðaður á milli ára, fækkar þeim um 56,5% sem og veltan minnkar um 50,2%. Voru 1451 kaupsamningur þinglýstur í júlí 2015, veltan nam 53,8 milljörðum króna og var meðalupphæð á hvern kaupsamning 37,1 milljón króna.

Þó verður að taka fram að fjöldinn var óvenjumikill í júlí í fyrra þar sem verið var að þinglýsa samningum sem komu inn á meðal verkfalli lögfræðinga hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík stóð yfir.

Í júlí 2016 voru makaskiptasamningar, það er þegar hluti kaupverðs er greiddur með annarri fasteign, 14, eða 2,3% af öllum samningum, í júnímánuði voru þeir 8, eða 1,4% af öllum samningum en í júlí árið 2015 voru þeir 42 eða 3% af öllum samningum.

Smellið hér til að lesa greinina í heild.

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600