Fréttir

Heimildir útlendinga til eignar eða afnotaréttar af fasteign á Íslandi

Grein af heimasíðu Innanríkisráðuneytis:

Meginreglan samkvæmt lögunum er sú að íslenskum ríkisborgurum og erlendum ríkisborgurum sem eiga lögheimili á Íslandi er frjálst að eiga fasteign eða öðlast afnotarétt af fasteign á Íslandi. Lögaðilar þurfa að uppfylla tiltekin skilyrði til að mega eiga fasteign á Íslandi, sjá nánar hér.

Ensk þýðing á lögum nr. 19/1966

1 Tekur einnig til veiðiréttar, vatnsréttinda og annarra fasteignaréttinda, hvort sem fyrir frjálsa afhendingu eða nauðungarráðstöfun, hjúskap, erfðir eða afsal.

Erlendir ríkisborgarar

Sérstakar reglur gilda um erlenda ríkisborgara og lögaðila sem njóta réttar skv. samningnum um evrópska efnahagssvæðið, EFTA-samningnum eða Hoyvíkur-samningnum milli Íslands og Færeyja og þurfa þeir ekki leyfi ráðherra að tilteknum skilyrðum uppfylltum.

 

Innanríkisráðherra er heimilt að veita sérstakt leyfi fyrir eignarrétti eða afnotarétti ef sá sem hyggst kaupa fasteign fellur ekki undir meginreglu laganna eða framangreinda samninga. Ekki þarf þó leyfi þegar um er að ræða leigu á fasteign eða réttindi yfir henni og leigutími eða annar réttindatími er þrjú ár eða skemmri eða uppsögn áskilin með ekki lengri en árs fyrirvara.

Smelltu hér til þess að lesa greinina í heild

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.