Fréttir

Betra að kaupa húsnæði í ár en seinna - Gert ráð fyrir að verð hækki áfram næstu árin

Grein Pressunar, 07.07.2016

Húsnæðisverð hækkar hratt, í Morgunblaðinu er greint frá því að húsnæði á höfuðborgarsvæðinu seljist á meðaltali á 39,6 milljónir króna í ár, sem er 2,2 milljóna hækkun frá því í fyrra og 4,8 milljónum hærra en árið 2014.

Ari sem var í viðtali í þættinum Bítið, segir ástæðuna vera einfaldlega aukna eftirspurn sem sé ekki í takt við framboð:

,,Það hefur verið byggt lítið og viðbótin sem kemur inn er ekki nógu mikil. Svo náttúrulega vitum við það að einkaleigufélög og útleiga til ferðamanna hefur líka tekið köku af þessum markaði þannig að við að eru tiltölulega margir alltaf að slást um þær eigninr sem koma, sérstaklega litlu eignirnar"

sagði Ari. Hann segir ekki sjást fyrir endann á þessu, Landsbankinn spárir 9% hækkun í ár og 8% hækkun til ársins 2019, ekki sé útilokað að hækkunin haldi svo áfram inn í þriðja áratuginn.

Smelltu hér til þess að lesa fréttina í heild

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600