Fréttir

Frekari þensla í kortunum

Grein morgunblaðsins 7.7.2016:

Á síðasta ári nam velta með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu tæpum 260 milljörðum króna og slagaði upp í veltuna á sama markaði árið 2006, mælt á föstu verðlagi. Jókst veltan árið 2015 um ríflega 24% frá fyrra ári. Var það nokkuð hraustleg aukning frá árinu 2014 þegar veltan jókst um rúm 14%. Árið 2013 reyndist veltuaukningin 14,5% miðað við árið á undan. Markaðurinn átti þó mikið inni eftir gríðarlegan samdrátt allt frá árinu 2008 þegar veltan var aðeins 132 milljarðar króna, mælt á núverandi verðlagi. Minnst var þó veltan árið 2009 eða 70 milljarðar og 88 milljarðar árið 2010. Það var svo í raun ekki fyrr en árið 2012 sem markaðurinn náði að jafna veltutölur frá árinu 2001. Í upphafi nýrrar aldar var veltan rúmir 157 milljarðar króna en teygði sig upp yfir 159 milljarða árið 2012.

Smellið hér til þess að lesa greinina í heild.

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600