Fréttir

Þörf á um 120 nýjum íbúðum á Húsavík

Grein Morgunblaðsins, 17.06.2016:

Gert er ráð fyrir að 200 íbúar flytjist til Húsavíkur vegna uppbyggingar kísilvers PCC á iðnaðarsvæðinu á Bakka og að þörf verði á um 120 nýjum íbúðum vegna þess. Kemur þetta fram í húsnæðisskýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið Alta hefur unnið fyrir sveitarfélagið Norðurþing og kynnt var síðdegis í gær.

Mikill húsnæðisskortur er á Húsavík og markaðurinn hefur ekki verið virkur. Forsvarsmenn bæjarfélagsins leggja áherslu á að uppbyggingin verði farsæl fyrir samfélagið og að dreginn verði lærdómur af reynslu annarra sveitarfélaga. Sérstaklega er litið til vankanta sem upp hafa komið vegna uppbyggingar í bæjunum á Austurlandi. 

 

Smellið hér til að lesa greinina í heild. 

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.