Fréttir

Lifnar yfir fasteignamarkaðinum í Sandgerði

Grein Morgunblaðsins, 11.06.2016: 

Lifnað hefur yfirfasteignamarkaðinum í Sandgerði en á undanförnum árum hefur fjöldi íbúðarhúsa staðið tómur og mörg hver orðin illa farin. En nú hefur orðið breyting á. Eldri hús eru farin að seljast og er víða verið að lagfæra hús sem þurftu eðlilegt viðhald. Er nú svo komið að vöntun er á íbúðarhúsnæði. Það eru helst stærri og dýrari hús sem eru lengur í sölu. Töluvert er um að fólk af höfuðborgasvæðinu kaupi hús og flytji hingað enda stutt til Reykjavíkur og húsnæði töluvert ódýrara en á höfuðborgarsvæðinu.

Nóg er til af lóðum fyrir þá sem hafa hugsað sér að byggja í Sandgerði. Um er að ræða lóðir undir einbýlishús eða raðhús við malbikaðar götur í nýju hverfi. Nokkrir byggingarverktakar eru þegar farnir að huga að nýbyggingum.

Tjaldsvæði bæjarins hefur verið stækkað enda hefur gestum fjölgað um 200 prósent frá síðasta ári. Á svæðinu eru 4 gistihús og glæsilegt þjónustuhús með aðgengi fyrir hjólastóla. Nú er unnið við að byggja 4 ný hús þar sem í verða salerni og sturta auk þess stærra þjónustuhús. Þar verður aðstaða til eldunar og ferðamenn geta komist í skjól fyrir veðri og vindum. Til stendur að tjaldsvæðið verði opið allt árið. Svæðið er kynnt undir nafninu Istay og eru það hjónin Hjördís Ósk Hjartardóttir og Jónas Ingason sem reka það.

Smellið hér til að lesa greinina í heild.

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600