Fréttir

Fasteignamat hækkar um 7,8%

Grein ruv.is, 8.6.2016:

Fasteignamat hækkar um 7,8% á næsta ári, samkvæmt nýju mati Þjóðskrár. Bústaðarhverfið hækkar mest hverfa á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignamat þar hækkar um 20%. Vopnafjarðarhrepp og Vesturbyggð hækka mest af sveitarfélögum landsins.

Ingi Þór Finnsson, sviðsstjóri hjá Þjóðskrá, sem kynnti nýtt fasteignamat í morgun, segir að hækkun á fasteignum sé farin að breiðast út fyrir miðsvæði Reykjavíkurborgar.

Fasteignamatið tekur gildi á næsta ári. Heildarmat fasteigna í landinu hækkar, samkvæmt matinu, um 7,8%. Matið byggir á upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum og miðar við verðlag fasteigna í febrúar síðastliðnum.

Fjölbýli hækkar töluvert meira en sérbýli, eða um 11,3% á móti 6,2% hækkun sérbýlis.

Að vanda er hækkunin mest á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mat á íbúðarhúsnæði hækkar um 9,2%. Næst á eftir koma Vestfirðir með 6,9% hækkun og Suðurnes með 6,8%. Á Norðurlandi vestra stendur fasteignamatið nánast í stað.

Fasteignamatið í Reykjavík hækkar um 10%. Hækkunin er þó mismikil eftir hverfum. Til dæmis hækkar Bústaðarhverfið um 20,1% og Fellahverfið í Breiðholti um 16,9%. Á móti lækkar Kjalarnes lítillega - um 0,8%. Nokkur hverfi höfuðborgarsvæðisins lækka - Arnarnesið í Garðabæ mest eða 4,1%.

Mat einstaka sveitarfélaga á landsbyggðinni hækkar einnig töluvert. Vopnafjarðarhreppur og Vesturbyggð hækka um 12% og Kjósarhreppur um rúm 11%. Ingi Þór Finnsson sviðstjóri hjá Þjóðskrá segir að hækkunin ráðist aðallega af verði.

Smellið hér til að lesa greinina í heild. 

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600